Auður var að senda frá sér glænýtt lag!

Auglýsing

„Fljúgðu burt dúfa“ er glænýtt lag sem tónlistarmaðurinn Auður var að senda frá sér. Þetta er fyrsta lagið af plötu sem hann stefnir á að gefa út á næsta ári.

„Fljúgðu burt dúfa kom til mín í nokkrum mismunandi myndum. Fyrst sem kassagítarlag á Mývatni, síðan endurútsett með hip hop productioni og 808, bassa í Reykjavík og loksins strípað niður í ekkert nema píanó og söng í Ártúninu. Ég basicly slökkti á öllum rásunum og eftir var Maggi minn á felt píanói,” segir Auður í samtali við albumm.is

„Þegar maður tekur upp svona feltpíanó þá heyrist brak og brestir á hljómborði hljóðfærisins, ruggið í stólnum og andardrátturinn í tónlistarmanninum. Berskjaldað og nakið. Ágúst Elí gerði artworkið fyrir mig með mér og ég er mjög þakklátur að fá að vinna með honum eins og svo oft áður. Lagið er mixað af Styrmi Hauks sem er líka vandvirkur engill.”

Hér fyrir neðan má heyra lagið Fljúgðu burt dúfa.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram