Aukasýning Jimmy Carr í Háskólabíói

Jimmy Carr þarf varla að kynna en hann er einn vinsælasti grínisti heims og færri komast að en vilja í hvert skipti sem hann kemur til Íslands. Jimmy er þekktur fyrir sótsvartan húmor, vafasaman hlátur og það sem má kalla “sérstök” samskipti við áhorfendur.

Jimmy kemur til Íslands 2. september með splunkunýja sýningu; ,,Terribly Funny”. Hún inniheldur brandara um allskonar hræðilega hluti. Hræðilega hluti sem hafa örugglega haft áhrif á þig og á fólk sem þú þekkir og elskar. Þetta eru samt sem áður bara brandarar – brandararnir eru ekki hræðilegu hlutirnir.

„Að vera með pólítíska réttsýni í uppistandi er eins og að hafa heilsu og öryggi í ródeói,“ segir í tilkynningu,

Uppselt er á sýninguna og hefur því verið ákveðið að henda í aukasýningu 3. sept.

Sýn­ing­arn­ar fara fram í Há­skóla­bíói og hefst al­menn sala á auka­sýn­ing­una á föstu­dag­inn næst­kom­andi klukk­an tíu á tix.is. For­sala á auka­sýn­ing­una hefst hins veg­ar klukk­an 12 í dag, miðviku­dag. Hægt er að skrá sig hér.

Auglýsing

læk

Instagram