Bergmál vann til verðlauna á Spáni

Auglýsing

Rúnar Rúnarsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Bergmál, fékk verðlaun sem besti leikstjóri á Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni. Seminci er ein stærsta hátíðin á Spáni en hún var haldin í sextugasta og fjórða sinn í ár.

Að vanda var verðlaunaafhendingunni varpað beint út í ríkissjónvarpi Spánar enda safnast saman margar af stjörnum landsins að þessu tilefni.

Spænskir gagnrýnendur hafa farið einkar fögrum orðum um Bergmál á undaförnum dögum. Kallað Bergmál húmaníska kvikmynd sem sé listrænt djörf, þar sem fegurð, húmor og sorg fari saman. Bergmál samanstendur af fimmtíu og átta ótengdum senum sem rýna í íslenskan samtíma í aðdraganda Jóla.

Bergmál var í haust heimsfrumsýnd í aðalkeppni alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Locarno í Sviss og hlot þar aðalverðlun dómnefndar ungafólksins.

Auglýsing

Sena sér um dreifingu á Íslandi og fer Bergmál í almennar sýningar 20 nóvember næst komandi.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram