Auglýsing

Breyttar sóttvarnaraðgerðir – Blaðamannafundur kl 11

Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Safnarhúsinu við Hverfisgötu kl 11 í dag, fimmtudag.

Á fundinum verða ræddar breytingar á sóttvarnaraðgerðum vegna þeirra COVID-19 smita sem nýlega hafa greinst á landinu. Þetta segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Á fundinum verða Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Þá verða Alma D. Möller landlæknir, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra til svara á fundinum.

Talið er að aðgerðir verði hertar en tillögur sóttvarnalæknis komu á borð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gærkvöldi og var farið yfir þær tillögur á fundi ríkisstjórnar í morgun.

Sýnt verður beint frá fundinum á vísir.is

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing