Brotist inn í íbúðina í Covid

Leikkonan María Birta Bjarnadóttir er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. María Birta, sem var farin að velta 10 milljónum á mánuði sem verslunareigandi fyrir tvítugt, hefur undanfarin misseri búið í Bandaríkjunum og haslað sér völl í leiklistinni. Í viðtalinu fara þau Sölvi víða og koma meðal annars inn á Covid tímabilið sem var vægast sagt sérstakt fyrir Maríu og manninn hennar, Ella Egilsson.

,,Þetta var líka rosalega sérstakt af því að sama dag og ég er sett í launalaust leyfi er maður sem reynir að brjótast inn til okkar. Þannig byrjaði okkar Covid. Á meðan ég var á fundinum þar sem mér var tilkynnt um að það væri verið að loka öllu og þar með vinnunni minni, fæ ég símtal frá Ella (manninum mínum), þar sem hann segir mér að hann sé búinn að hringja á lögguna. Svo fer af stað eitthvað ferli þar sem við vissum ekkert hvað var í gangi, en það var reynt að brjótast inn hjá okkur aftur. Ég valdi þessa íbúð, þar sem ég hélt ég myndi búa ein í Las Vegas og valdi mér sérstaklega gott og öruggt hverfi. Eina skýringin sem við höfum er að fólk var orðið mjög órvæntingarfullt þarna í mars og innbrot ruku upp og allar byssur seldust upp í Nevada.“

María og Elli tóku strax þá ákvörðun að taka enga áhættu.

,,Ég og Elli tókum bara strax þá ákvörðun að við myndum ekki hitta neinn, þannig að frá 16. mars og alveg þangað til við komum til Íslands í ágúst hittum við eina stelpu. Annars vorum við bara saman í ,,lockdown“ í 5 mánuði.“

,,Við fórum ekki út úr húsi í 2 mánuði, ekki einu sinni í labbitúr…….Svo fórum við í fyrsta göngutúrinn í maí og Elli tekur krúttlega ,,selfie“ af okkur og ég sé myndina og ég hugsaði: ,,hver er þetta?“ af því að ég var búin að fitna svo mikið. Ég hef aldrei í mínu lífi fitnað….en þarna var ég búin að fitna um 11 kíló á tveimur mánuðum af því að ég hreyfði mig ekki neitt! Ég var bara orðin eins og helíum blaðra.“

Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta um adrenalínfíknina, löngunina til að vera alltaf að læra eitthvað nýtt, ferilinn í leiklistinni og margt margt fleira.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan:

Auglýsing

læk

Instagram