Brynhildur Guðjónsdóttir verður borgarleikhússtjóri

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikkona og leikstjóri, hefur tekið við starfi borgarleikhússtjóra af Kristínu Eysteinsdóttur. Kristín hefur þegar látið af störfum að eigin ósk.

Upphaflega átti að ráða inn nýjan leikhússtjóra sem tæki til starfa við hlið Kristínar Eysteynsdóttur um áramót og sú manneskja tæki svo alfarið við starfinu þegar ráðningartímabili Kristínar lyki, næsta sumar. En Kristín hins vegar óskaði eftir því í vikunni að fá að hætta fyrr og hefur nú látið af störfum, eins og fyrr segir. Staða borgarleikhússtjóra var auglýst í janúar og hafa sjö sótt um hana.

Þetta kemur fram á vef Rúv

Auglýsing

læk

Instagram