Cintamani gjaldþrota

„Stjórn fé­lags­ins þakk­ar trygg­um viðskipta­vin­um til margra ára stuðning­inn og þakk­ar starfs­mönn­um fé­lags­ins vel unn­in störf.“ Þetta segir í tilkynningu frá Cintamani.

Þar kemur einnig fram að rekstur fyrirtækisins hafi verið þungur síðastliðin ár og að félagið hafi verið gefið upp til gjaldþrotaskipta. Eigendur hafi um nokkurn tíma leit­ast við að end­ur­skipu­leggja fjár­hag fé­lags­ins, en því miður hafi þær til­raun­ir ekki skilað til­skild­um ár­angri.

Undanfarnar vikur hafa verið rým­ing­ar­söl­ur vegna lok­un­ar versl­ana Cinta­mani í Smáralind og á Ak­ur­eyri. Sam­kvæmt heim­ild­um Mbl er einnig verið að tæma versl­an­ir Cinta­mani á Lauga­vegi og í Kringl­unni.

Auglýsing

læk

Instagram