Claire Paugam er verðlaunahafi Hvatningarverðlauna 2020

Shapeless Vibrations er fyrsta sýning Claire Paugam eftir að hafa tekið við Hvatningarverðlaunum Myndlistarverðlaunanna árið 2020. 

Claire Paugam fékk verðlaunin meðal annars fyrir „metnaðarfullt og kröft­ugt fram­lag til mynd­list­ar á ár­inu“. Að mati dóm­nefnd­ar hef­ur Claire Paugam skýra og áhuga­verða list­ræna sýn og er gjöf­ull og kröft­ug­ur þátt­tak­andi í list­inni.
Claire lauk myndlistarnámi við Beaux-Arts de Nates Métropole, Frakklandi, árið 2014. Hún fluttist til Íslands árið 2015 en þá hóf hún meistaranám við Listaháskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hún með MFA í myndlist árið 2016. 
Á þeim tíma sem Claire hefur verið búsett á Íslandi hefur hún verið virk í listasenunni. Öll hennar praktík á sér stað hér á landi en hún fæst við myndlist sem og fjölbreytt verkefni á sviði sýn­ing­ar­stjórn­un­ar, sviðshönn­un­ar, gerð tón­list­ar­mynd­banda, ljóða og texta­verka.
 
Claire og Valgerður Ýr kynntust þegar þær stunduðu báðar nám við Listaháskóla Íslands. Þær fundu samhljóm í listköpun sinni og efnistökum. Hugmyndir þeirra skapa heildræna sýn á innihaldið en á sama tíma varpa ljósi á mismunandi vinnuaðferðir, efnisval og framsetiningu. 
Samtal þeirra í sýningunni Shapeless Vibrition er einstakt og sýningin að öllu leiti fullkomin í sínum formlausa titring. 
Listamanna spjall við Claire Paugam verðlaunahafa Hvatningarverðlauna Myndlistarverðlaunanna árið 2020. 
Fimmtudaginn 16. júlí kl 17:00 
Í Midpunkt, Hamraborg 22, Kópavogi. 
Auglýsing

læk

Instagram