Coming 2 America – Sjáðu fyrstu stikluna!

Kvikmyndin Coming 2 America kemur inn á Amazon Prime 5. mars.

Þetta er framhald af kvikmyndinni Coming to America sem kom út fyrir 32 árum síðan. Líkt og í fyrri myndinni fara þeir félagar Eddie Murphy og Arsenio Hall með aðalhlutverkin.

Akeem (Eddie Murphy) er nú orðinn kóngur í Zamunda og snýr aftur til Ameríku þegar hann kemst að því að hann eigi þar son.

Hér fyrir neðan má sjá fyrstu stikluna úr kvikmyndinni.

Auglýsing

læk

Instagram