Auglýsing

„CO­VID fárinu lýkur ekki fyrr en því lýkur í heiminum öllum“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynis­syni yfirlögregluþjónn fóru yfir stöðu Covid-19 faraldursins á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna, í morgun.

„CO­VID er hvergi lokið og CO­VID fárinu lýkur ekki fyrr en því lýkur í heiminum öllum,“ sagði Þór­ólfur sem segir Delta afbrigði veirunnar hafa tekið yfir önnur afbrigði. Hann segir það orðið ljóst að full­bólu­settir geti smitast auð­veld­lega og smitað aðra.

„Bólu­setning er ekki að skapa það hjarðó­næmi sem vonast var til,“ sagði hann á fundinum.

Að sögn Þórólfs erum við að upplifa stærstu Covid-19 bylgjuna, síðan faraldurinn hófst hér á landi, og segir tímann þurfa að leiða í ljós hvort núverandi takmarkanir séu nóg til að halda honum niðri.

Þór­ólfur tekur að við séum að upp­lifa stærstu bylgju CO­VID-19 far­aldursins, hingað til,  hér á landi og að það eigi eftir að koma í ljós hvort að tak­markanirnar sem tóku gildi í síðustu viku séu nóg til að hamla honum. Hann segir það vera á­kvörðun stjórn­valda að á­kveða næstu skref hvað það varðar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing