Damon Albarn í Hörpu – ný dagsetning

Auglýsing

Tónleikarnir með Damon Albarn í Hörpu sem áttu að fara fram 12. júní hafa nú verið færðir til 28. mars 2021

Damon Albarn átti að fara í tónleikaferðalag í sumar þar sem hann ætlaði að flytja nýja verkið sitt The Nearer The Fountain, More Pure The Stream Flows, sem innblásið er af íslenskri náttúru. Tónleikaferðalagið er með viðkomu í Reykjavík sem hluti af Listahátíð Reykjavíkur en í dag tilkynnti hann nýjar dagsetningar fyrir ellefu tónleika af fimmtán, þar á meðal tónleikana í Reykjavík.

Miðar sem þegar hafa verið keyptir gilda sjálfkrafa áfram á tónleikana 28. mars 2021. Ef þessi nýja dagsetning hentar ekki miðahöfum geta þeir farið fram á endurgreiðslu með því að senda tölvupóst á [email protected] fyrir 3. júní.

Verkið verður einnig flutt á eftirfarandi stöðum:

Auglýsing

 

  • Brussel (Bozar) – 20. og 21. mars 2021
  • Eindhoven (Muziekgebouw) – 22. mars 2021
  • London (Barbican) – 30. mars 2021
  • Lyon (Auditorium) – 1. apríl 2021
  • Kaupmannahöfn (K.B. Hallen) – 3. apríl 2021
  • Dublin (National Concert Hall) – 5. og 6. apríl 2021
  • París (Philharmonie) – 5. og 6. júlí 2021

Damon hefur verið tíður gestur á Íslandi í tæplega þrjá áratugi og hefur á þessum tíma verið innblásinn af náttúru þess og landslagi. Nýja verkið hans er afleiðing af þessari ást hans á Íslandi og mun hann flytja þetta mjög svo persónulega verk með hópi tónlistarmanna frá Íslandi og víðar og umgjörðin byggir á sérhönnuðu sjónlistaverki. Tónleikarnir eru hans fyrstu á Íslandi í 23 ár.

The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows var skrifað og samið að fullu á Íslandi. Nafnið er fengið frá ljóðinu Love and Memory eftir John Clare.
Síðastliðinn sunnudag frumflutti Damon Albarn hluta af verkinu í Boiler Room TV sem hluti af seríunni „Streaming from Isolation“ sem er til styrktar Global FoodBanking Network. Hægt er að sjá upptöku af tónleikunum hér.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram