Daniel Sloss í Háskólabíói 6. september 2021

Splunkuný sólósýning Daniel Sloss, HUBRIS, kemur til Íslands 6. september 2021. Daniel er skosk súperstjarna í uppistandsheiminum sem margir þekkja frá ótrúlega vinsælum þáttum hans á Netflix (Dark og Jigsaw) og HBO (X).

Síðasti túr Daníels seldist upp í 40 löndum, þar á meðal Íslandi og hann kom fram 300 sinnum í Evrpópu, Ameríku, Kanada, Ástralíu, Japan, Hong Kong og Rússlandi þar sem sýningin hlaut titilinn „Stærsta uppistandssýning á ensku í Rússlandi frá uppphafi“. Hann er einnig tíður gestur í þætti Conans O’Brien og hefur slegið miðasölumet á stærstu uppstandshátíð heims, Edinburgh Festival Fringe.

Þættirnir hans á Netflix eru aðgengilegir í 190 löndum, á 26 tungumálum og sýningin hans Jigsaw er fræg fyrir að hafa átt hlut í 100,000 sambandsslitum og 200 skilnuðum á heimsvísu.

HUBRIS er glæný sýning sem fékk að líta dagsins ljós í New York og Los Angeles rétt áður en heimurinn lokaði fyrir ferðalalög, en hann hefur einnig komið fram síðan þá á bílasýningum og í uppseldum sölum þar sem möguleiki var að halda sýningar með hæfilegri fjarlægð.

„Nú getum við loksins hlakkað til að halda sýningu á nokkurn veginn eðlilegan hátt og getum ekki hugsað okkur betri leið til þess en með einum fyndnasta manni heims,“ segir í tilkynningu.

Sérstakur gestur: Kai Humphries.

Sýningin verður þann 6. september 2021 í Háskólabíói

– Miðasala hefst fimmtudaginn 11. febrúar kl. 10 á www.tix.is/sloss
– Póstlistaforsala hefst miðvikudaginn 10. febrúar kl. 10: www.sena.is/postlistar

– Miðaverð er 8.990 kr. og einungis er selt í númeruð sæti.

Auglýsing

læk

Instagram