Auglýsing

Dóttir Ed Sheeran komin í heiminn

Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran greinir frá því á Instagram að ,,falleg og heilbrigð“ stúlka sé komin í heiminn og hafi fengið nafnið Lyra Antarctica Seaborn Sheeran.

Stúlkan er fyrsta barn Sheeran og eiginkonu hans, Cherry Seaborn.

Í færslunni skrifar hann meðal annars:

,,Halló! Örstutt skilaboð frá mér þar sem að ég er með persónulegar fréttir sem mig langar að deila með ykkur. Í síðustu viku, með hjálp okkar frábæra fæðingateymis, fæddi Sherry okkar fallegu og heilbrigðu dóttur- Lyra Antarctica Seaborn Sheeran.“

,,Við erum algjörlega ástfangin af henni. Móður og barni heilsast vel og við erum í sjöunda himni. Við vonum að þið virðið einkalíf okkar á þessum tímum. Ég sé ykkur þegar það er tími til að snúa aftur.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing