today-is-a-good-day

Eiginlega of gott til þess að vera satt

Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson eru samhent hjón sem hafa meðal annars fjallað um þriðju vaktina í sameiginlegum fyrirlestrum og fræðsluerindum. Hulda er sjálfstætt starfandi klínískur sálfræðingur sem sinnir einstaklingsmeðferðum en heldur einnig utan um Instagram reikning í eigin nafni og birtir þar fjölbreytt efni sem hefur vakið mikla athygli. Þorsteinn er kennari og kynjafræðingur og hefur undanfarin ár verið í forsvari fyrir verkefnið Karlmennskan. Líkt og Hulda birtir hann margvíslegt efni á Instagram ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Karlmennskan þar sem hann fær til sín fjölskrúðuga flóru viðmælenda þar sem megináhersla er lögð á jákvæða karlmennsku og jafnrétti.

Á sólríkum eftirmiðdegi í febrúar mælti ég mér mót við sálfræðinginn Huldu Jónsdóttur Tölgyes og kennarann og kynjafræðinginn Þorstein V. Einarsson, á hlýlegu heimili þeirra í grónu og fallegu hverfi í Reykjavík. Kaffiilmur lá í loftinu og móðir Huldu og nafna hennar sat við eldhúsborðið ásamt 5 mánaða dóttur þeirra. Við byrjuðum spjall okkar á því að ræða um sameiginlegar æskustöðvar okkar Huldu í Seljahverfinu í Reykjavík en ég hafði nýverið uppgötvað að ég þekkti aðeins til fjölskyldu Huldu, þetta er sannarlega lítill heimur.

Eiginlega of gott til þess að vera satt

En ef við byrjum aðeins á byrjuninni, hver er ykkar saga? “Við kynnumst í gegnum Tinna vin minn sem spilaði meðal annars fótbolta með mér. Ég sendi á hann skilaboð hvort hann þekkti ekki einhverja stelpu sem hann gæti kynnt mig fyrir en þá var ég búinn að vera á lausu í einhvern smá tíma. Hann sagðist þá eiga frænku sem hann gæti kynnt mig fyrir, við ættum mögulega vel saman.“ segir Þorsteinn. Þeir voru þá búnir að vera vinir í rúman áratug og Þorsteinn hafði hvorki hitt né nokkurn tíma heyrt um þessa frænku sem heppilega var á sama aldri og þeir Tinni. Þetta endar með því að þeir mæla sér mót við frænku þessa sem Þorsteinn endar svo með að keyra heim í lok kvölds og hafa þau verið saman síðan. „Hann var kominn með tannburstann heim til mín daginn eftir, þetta var eiginlega alveg fáránlegt því þarna vissi ég bara að þetta væri maðurinn minn og hefur liðið svoleiðis síðan ég sá hann í fyrsta sinn. Erum geggjað match“ segir Hulda.
„Þetta var eiginlega of gott til að vera satt, ég var hræddur um að ég væri eitthvað rebound því ég vissi að hún væri nýhætt með kærastanum sínum. Við vorum síðan alltaf saman og gistum alltaf saman og vissi samt ekki alveg hvað henni fannst eða hvað hún vildi. Ég átti þarna 2 ára son og nennti engu veseni“ segir Þorsteinn.

„Ég man bara hvernig þetta var því ég var ekki vön þessu, þú talaðir mjög skýrt um hlutina“ segir Hulda og beinir orðum sínum að Þorsteini. „Sagðir við mig beint út: Nú erum við búin að vera saman í nokkurn tíma, ég á náttúrulega barn, nenni engu djammi eða deiti eða rugli eða óvissu, hvað vilt þú gera, hvar sérð þú þig eftir 5 ár, hvaða plan ertu með?“ Smávegis eins og starfsþróunarsamtal segir hún og hlær. „Ég gaf mér smá tíma til að spá aðeins í þessu. Við töluðum svo saman daginn eftir og ég sá bara að þetta væri eitthvað sem ég væri til í. Ég vildi þetta meðvitað, okkur langaði bara að vera saman. Þetta hljómar mjög órómantískt og praktískt en samt eitthvað svo fallegt. Þetta var ekkert óvart. Við fórum mjög meðvitað inn í sambúð og síðar í hjónaband. Erum almennt þannig að við plönum allt, eldri dóttir okkar var til.

 

Texti: Valgerður Gréta G. Gröndal Myndir: Rakel Rún Garðarsdóttir Förðun: Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi

Þessa grein má lesa í heild sinni á áskriftarvef Birtings. 

Auglýsing

læk

Instagram