Eitt stærsta bílabíó sem haldið hefur verið hérlendis

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF verður haldin í Reykjavík dagana 24. september til 4. október.

Á hátíðinni verður haldið eitt stærsta bílabíó sem haldið hefur verið hér á landi, úti á Granda í Reykjavík, helgina 25.-28. september. Sýnd verður ein kvikmynd á hverju kvöldi klukkan 21.

25. sept – Hair⁣⁣

26. sept – Get the Hell Out⁣⁣

27. sept – I am Greta ⁣⁣

28. sept – Sputnik⁣
Í tilkynningu frá hátíðinni eru bíógestir eru hvattir til að mæta í búningum í anda myndarinnar, auk þess sem Reykjavík Street Food verður með matarvagna á svæðinu og „ýmsar óvæntar uppákomur í bígerð“
Bílabíóið fer fram á bílastæðinu á Granda, við hliðina á Krónunni, Elko og Byko og er miðasala opin á riff.is

Auglýsing

læk

Instagram