Auglýsing

Eldur kom upp í rútubíl á Akureyri

Eldur kom upp í rútubifreið í Fjölnisgötu á Akureyri upp úr klukkan 18 í gær. Mikill reykur kom frá bílnum sem stóð í ljósum logum eins og sjá má á myndbandi sem birtist á norðlenska vefmiðlinum Kaffið.is.

Slökkvilið Akureyrar var kallað á svæðið og gekk greiðlega að slökkva eldinn en litlu munaði að eldurinn næði að berast yfir í iðnaðarbilið sem rútan stóð við.

Hægt er að sjá myndband af eldinum á vef Kaffið.is með því að smella hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing