Fangelsinu á Akureyri verður lokað

,,Fangelsið á Akureyri er minnsta rekstrareining Fangelsismálastofnunar en þar eru vistaðir 8-10 fangar að jafnaði. Með lokun fangelsins er hægt að nýta fjármuni á mun betri hátt en kostnaður við hvert fangapláss á Litla-Hrauni og á Hólmsheiði er mun lægri en á Akureyri vegna samlegðaráhrifa við önnur fangelsi. Ávinningurinn af því að loka fangelsinu á Akureyri er margþættur,” segir í tilkynningu á vef  Stjórnarráðsins

Fimm starfsmenn eru fastráðnir í Fangelsinu á Akureyri og hefur Fangelsismálastofnun lýst því yfir að þeim verði boðið starf í fangelsum ríkisins. Loks má benda á að um 75% þeirra sem afplána refsivist í fangelsinu á Akureyri eru af stórhöfuðborgarsvæðinu, segir einnig í tilkynningunni.

Auglýsing

læk

Instagram