Fékk 25 milljónir í vinning

Auglýsing

Dyggur miðaeigandi til fjölda ára fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti í apríl-útdrætti hjá Happdrætti Háskólans.
Hæsti vinningur er 5 milljónir króna en þar sem lukkulegi miðaeigandinn átti trompmiða þá fimmfaldaðist vinningsupphæðin og fær því 25 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut.
Annar trompmiðaeigandi hafði einnig ástæðu til að gleðast en sá fékk 500þúsund króna vinning sem varð að 2,5 milljónum á trompmiða viðkomandi. Fjöldi annarra miðaeigenda hafði einnig ástæðu til að gleðjast og má þar nefna sex sem fengu eina milljón og þrettán fengu hálfa milljón. Þrefaldur pottur í Milljónaveltunni gekk ekki út og verða því 40 milljónir í pottinum í maí.
„Happdrætti Háskólans fagnar hækkandi sól og óskar um leið vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og gleðst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum Íslendingum,“ segir í tilkynningu.
Hér má sjá vinningaskrá kvöldsins:
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram