Auglýsing

Fengu yfir 100 milljón áhorf á Youtube fyrsta sólarhringinn!

K-poppsveitin BTS sló nýtt met þegar nýja lagið þeirra, Dynamite, fékk 101,1 milljón áhorf á Youtube á einum sólarhring.

Það var stúlknahljómsveitin Blackpink sem átti fyrra metið en lag þeirra, How You Like That, fékk nú í sumar 86,3 milljón áhorf fyrsta sólarhringinn á Youtube.

BTS samanstendur af 7 strákum frá Suður-Kóreu og komu þeir fyrst fram á sjónarsviðið árið 2013.  Sveitin er orðin gífurlega vinsæl út um allan heim og var árið 2019 valin í hóp 100 áhrifamestu einstaklinga í heiminum, af Time tímaritinu.

Þeir voru einnig fyrstir samlanda sinna til þess að spila á Wembley, sem er einn stærsti tónleikastaður Bretlands. Þar seldu þeir upp á tónleikana á 90 mínútum.

Hér fyrir neðan má heyra nýja lagið þeirra Dynamite.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing