Fjórir í óleyfi í heitum potti

Auglýsing

Um klukkan hálf eitt í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um fólk í óleyfi í sund­laug í Mos­fells­bæn­um.

Var um að ræða fjórar manneskjur sem höfðu komið sér vel fyrir í heita pottinum. Þeim var vísað upp úr og sagt að nota sundstaðinn á afgreiðslutíma. Sundlaugar í Reykjavík opnuðu á miðnætti, eftir að hafa verið lokaðar í nokkrar vikur, en í Mosfellsbæ opnuðu þær kl 6:30 í morgun og voru því fjómenningarnir örlítið of snemma á ferðinni.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram