Innkaupalisti og afar góð ráð frá Ebbu fyrir alla sem stússa í eldhúsinu

Auglýsing

Ebba Guðný veit hvað hún syngur! Við leituðum ráða hjá henni varðandi börn og matvendni og komum svo sannarlega ekki að tómum kofanum. Þessa dagana má sjá Ebbu í eldhúsinu með klárum krökkum sem læra af henni að gera sitt eigið snarl.

Hvert er gagnlegasta ráðið, að þínu mati, fyrir foreldra sem eiga matvönd börn á grunnskólaaldri?

Að leggja sig fram um að hafa það litla sem þau borða af góðum gæðum. Til dæmis ef börn vilja mikið til bara brauð, þá er himinn og haf á milli þess að kaupa samlokubrauð í stórmarkaði eða lífrænt súrdeigsbrauð sem eru gerlaus. Og enn betra heilkorna. Súrdeigsbrauðin fara miklu betur í maga og eru miklu vinveittari fyrir þarmaflóruna okkar af því þau innihalda ekki ger og líka af því að súrinn formeltir kornið, brýtur niður sterkjuna og gerir það miklu auðmeltara fyrir okkur, og þannig öll næringarefni aðgengilegri fyrir líkamann. Sama með pasta, ef börn elska pasta, kaupa heilkorna pasta (lífrænt) og setja fullt af ólífuolíu út á pastað. Hún er mettandi og nærandi, smyrjandi fyrir hægðir og liði, bólgueyðandi og sérlega góð fyrir meltinguna. Svona góð fita temprar blóðsykurinn og slær á sætuþörf og ofát.

Einnig er snjallt að hafa sameiginlega matmálstíma á kvöldin eða morgnana (bæði ef hægt) þar sem útbúinn er matur frá grunni (samt ekki flókinn!) úr góðu hráefni sem börnum líkar. Og þar er hægt að ræða lífið og tilveruna, leiðbeina og kenna, hlæja og hafa gaman. En einnig gefst þar tími til að ræða hvað það skiptir miklu máli að borða næringarríkan mat. Því þá hefur maður meiri orku til góðra verka. Matur er bensínið okkar. Ef maður borðar næringarsnauðar eftirlíkingar af mat, endar það í orkuleysi og jafnvel þunglyndi. Gera þau meðvituð. Einnig að kenna þeim að drekka bara vatn, ekki kaupa djús og ekki gos. Vatn er besti, ódýrasti og fallegasti drykkurinn. Þegar maður drekkur vatn lítur maður betur út, hefur meira úthald og líður betur að öllu leyti.


En hvernig fær maður krakka til þess að vera snyrtilegir kokkar, en ekki subbukokkar – sem skilja eldhúsið eftir í rúst?

Ekki nöldra. Best að ræða við þau, þegar maður er ekki pirraður, um að ganga frá jafnóðum eftir sig. Útskýra að það er ekki sanngjarnt að einhver einn á heimilinu gangi frá eftir hina. Langbest og sanngjarnast er að hver og einn gangi frá eftir sig (þegar þau fara að eldast). Minna þau á fyrst á meðan þau eru að venjast (ekki í nöldurtón). En auðvitað er alltaf einhver einn yfirmaður sem þarf að taka meira á sig en hinir (það er ég heima hjá mér). En hinir eiga allir að koma til móts við hann og taka mestmegnis af sínu sjálfir.

Auglýsing


Hefur þú alltaf getað borðað það sem börnin þín elda?

Já, svei mér þá, það held ég bara! 🙂  .. Þau eru mest í vöfflunum (í kaffinu), pítsunni (á föstudögum) og stundum kökum (Hanna, þegar hún er í stuði). Þetta er allt svo ljómandi gott 🙂


Er fólk nokkuð feimið við að bjóða þér í mat?

Jú, ég held að mjög margir haldi að ég sé miklu meiri snillingur í eldhúsinu en ég er!


Viltu deila með okkur einum innkaupalista? Margir foreldrar lenda í því að fara á autopilot út í búð og kaupa alltaf það sama. Hvað er í þinni körfu?

Já, ekkert mál. Hér er einn dæmigerður innkaupalisti – margt þarna kaupi ég samt sjaldan því að endist svo vel.

Súraldin og sítrónur, nóg af þeim
Gulrótasafi og/eða rauðrófusafi (lífrænir)
Lífræn epli
Gulrætur, íslenskar
Laukur og blaðlaukur
Lárperur
Mangó
Bananar
Gúrka
Sætar kartöflur
Brokkolí
Klettasalat, íslenskt
Steinselja
Isola möndlumjólk
Hörfræolía
Grísk lífræn jógúrt
Lífræn AB jógúrt (nota hana í brauðbakstur og vöfflur mikið á móti heitu vatni)
Rjómi
Smjör
Sýrður rjómi frá Mjólku
Mozzarella rifinn og heill
Spelt frá Himneskri Hollustu
Tómatpúrra frá HH
Hafrar frá HH
Döðlur frá HH
Möndlur frá HH
Lífræn tómatsósa (nota á pítsuna á föstudögum á móti tómatpúrru)
Hampfræ og önnur fræ eftir þörfum
Linsubaunir, rauðar og brúnar eða puy
Chiafræ
Dökkt lífrænt súkkulaði
Kókosmjólk, aukaefnalaus
Glúteinlaust quinoahrökkbrauð (Le Pain des Fleurs)

 

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram