today-is-a-good-day

Myndband: Arna Ýr krýnd Ungfrú EM: „Keppnisvikan í Þýskalandi var ótrúleg“

Arna Ýr Jónsdóttir, ungfrú Ísland, var í gærkvöldi valin Ungfrú EM. Keppnin fór fram í Þýskalandi og stóð yfir í viku. Hún er haldin á fjögurra ára fresti í tilefni af Evrópumóti karla í knattspyrnu. Sjáðu myndband frá keppninni hér fyrir ofan Arna Ýr er krýnd í lok myndbandsins.

Arna Ýr segist í orðsendingu á Instagram að það sé mikill heiður að vera Ungfrú EM og að hún sé stolt og hamingjusöm. „Keppnisvikan í Þýskalandi var ótrúleg,“ segir hún.

Við skemmtum okkur svo vel saman og deildum hamingju og ást. Ég get ekki beðið eftir að eyða sumrinu sem Ungfrú EM og koma aftur til Þýskalands í lok júní. Ég er viss um að sumarið verði fullt af ævintýrum, tækifærum og að sjálfsögðu hamingju.

Þar sem karlalandslið Íslands keppir á Evrópumótinu í fótbolta í ár var Örnu Ýr boðin þáttaka í keppninni.

Arna Ýr sagði frá keppninni á bloggsíðu sinni á dögunum. „Ástæðan fyrir því að ég mæti nokkrum dögum fyrir lokakvöldið/aðalkeppnina er að þátttaka í fegurðarsamkeppni er ekki bara lokakvöldið,“ segit hún á bloggsíðu sinni.

„Við erum dæmdar út frá hegðun, viðtölum, myndatökum, sviðsframkomu o.fl. Þessvegna geta þessar keppnir tekið nokkrar vikur, eins og Miss World. Svo þarf að sjálfsögðu að æfa fyrir lokakvöldið. Hvar við eigum að standa, hvert við eigum að ganga o.s.frv.“

Stúlkur frá þeim 24 þjóðum sem eiga fulltrúa á Evrópumóti karla í fótbolta í Frakklandi taka þátt í keppninni. „Ein stelpa á hvert land. Þar sem Ísland er í fyrsta sinn að taka þátt þurfti Íslenska stelpu í keppnina,“ segit hún.

Arna Ýr í myndatöku fyrir keppnina

View this post on Instagram

The official Miss EM Iceland picture ! ☺️

A post shared by ARNA YR (@arnayr) on

Auglýsing

læk

Instagram