Sjáðu Örnu Ýri sveifla öxinni á sviðinu í Miss Universe: „This viking sure is striking, Iceland!“

Búningur sem Arna Ýr Jónsdóttir klæddist á sviðinu á sérstöku þjóðbúningakvöldi fegurðarsamkeppninnar Miss Universe vakti mikla athygli um helgina. Arna Ýr er stödd í Las Vegas í Bandaríkjunum þar sem keppnin fer fram en lokakvöldið er næstkomandi sunnudag.

Sjá einnig: Arna Ýr klæddist rosalegum víkingastríðsmannabúningi á sviðinu í Miss Universe

Kynnirinn á þjóðbúningakvöldinu var einstaklega hress og lýsir búningi Örnu í smáatriðum. Hann endar svo á því að segja: „This viking sure is striking!“ Horfðu á Örnu á sviðinu og brot af því besta frá þjóðbúningakvöldinu í myndbandinu hér fyrir ofan.

Miss Universe verður krýnd við hátíðlega athöfn næstkomandi sunnudag en Arna hefur verið í Las Vegas í rúma viku. Þar hefur hún lent í ýmsum ævintýrum og verið dugleg að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með á Instagram. Í gær fór hún í myndatöku í hlutverki goðsagnarinnar Marilyn Monroe.

Sjáðu alla þjóðbúningana hér fyrir neðan

https://youtu.be/0oItmIXhqbs

Auglýsing

læk

Instagram