Opið bréf til foreldra

Auglýsing

Ég veit að þið hristið höfuðin eða bítið kannski á jaxlana þegar þið heyrið enn eina sorgarsöguna af einelti. Í skólakerfinu, á vinnustöðum, jafnvel í fjölskyldum eimir af þessari óþolandi hegðun þegar fólk er tekið fyrir og því látið líða eins og það tilheyri ekki hópnum. Sé minna virði en aðrir.

Kannski urðu þið sjálf fyrir einelti sem börn og horfið nú á ykkar eigið barn og hugsið: Nei, barnið mitt mun ekki taka þátt í einelti.

En þið vitið hvar þetta byrjar. Og að börn geta verið grimm. Málið er líka að fæst börn sem hafa frumkvæði eða jafnvel taka þátt í einelti eru VOND börn. Þau koma ekki frá SLÆMUM heimilum. Þau eiga góða og venjulega foreldra, eins og þín börn. Engir foreldrar ætla sér ekki að ala upp eineltara. En við þurfum að gera meira en að sleppa því. Við þurfum að ákveða að gera það ekki. Finnið þið muninn?

  • Ég ætlaði ekkert að baktala hana þarna í vinnunni við maka minn í bílnum á leiðinni heim af leikskólanum.
  • Þú ætlaðir ekki að arga á þessa fjögurra ára sem heimtaði að fá að hella sjálf í glasið sitt og hálfur lítri af mjólk rann yfir þig og þaðan niður á gólf.
  • Við vitum að herbergi unglingsins er viðbjóðslegt og það er sama hversu oft þið segið henni að taka til – hún þrjóskast við og ekkert gerist. Þegar þú kemur þangað inn og hún er a) ekki að taka til og b) ekki að læra heima og þú ætlaðir ekki að missa kúlið aftur og hóta henni en gerðir það samt.
  • Og þessir skítugu sokkar á stofugólfinu sem maki þinn lagði kæruleysislega frá sér eftir að viðkomandi kom mjög óvænt mjög seint heim, þeim var auðvitað ekki beint gegn þér persónulega. Og þú ætlaðir ekkert að kalla makann heimskan sóða fyrir framan krakkana en það gerðist samt.

Við verðum sumsé að gera meira en að vanda okkur stundum – við foreldrar og allir sem umgöngumst börn verðum að muna að þau eru svampar og þau skilja margt en ekki allt. Þau heyra hróp og öskur og læra að hærri rödd er notuð til að tjá pirring. Að hótanir eru notaðar í hefndarskyni. Að uppnefni eru leið til þess að tjá tilfinningar. Að það er í lagi að tala um illa um annað fólk svo fremi að viðkomandi heyri ekki til.

Auglýsing

Þau læra allt af okkur og við getum vel gert betur. Við getum sannarlega stillt okkur um baktal, hróp og uppnefni. Við getum tjáð okkar eigin pirring, neikvæðni og fústrasjónir á uppbyggilegri hátt eða einfaldlega fjarri þeim.

Og við verðum líka að passa vel hvernig við tölum um okkur sjálf fyrir framan börnin okkar, játa mistök, biðjast fyrirgefningar og sættast fyrir framan þau.

Pössum öll upp á tröllið innra með okkur, púkann sem við höldum stundum að sé nauðsynlegur til þess að þrífast í samkeppnisumhverfi fullorðinsáranna. Þau þurfa ekkert að kynnast þeim fólum gegnum okkur.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Byggt á bréfi Momtastic

Nútíminn foreldrar er ný og skemmtileg síða helguð þessu risavaxna hlutverki. Lækaðu okkur á Facebook og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram