Auglýsing

Framvegis munu farþegar frá sex lönd­um sleppa við skimun

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því á blaðamanna­fundi í dag að frá og með fimmtudeginum 16. júlí munu farþegar frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi hvorki þurfa að fara í skimun né sóttkví við komuna til landsins. Þetta kemur fram á vef mbl

Fram að þessu hafa aðeins farþegar frá Grænlandi og Færeyjum mátt koma án sýna­töku við landa­mær­in. Munu Íslendingar sem koma frá þessum sömu löndum ekki heldur þurfa að fara í sóttkví eða skimun við komuna til landsins.

„Ég hef áður lýst því yfir að æski­legt væri að skima út júlí­mánuð og taka þá ákvörðun um hvort ekki væri hægt að breyta um áhersl­ur, m.a. með því að hætta að skima ein­stak­linga frá ákveðnum lönd­um þar sem smit­hætta er mjög lít­il. Í dag er ljóst að út­lit er fyr­ir að farþegum hingað til lands muni fjölga tölu­vert og á næstu dög­um er lík­legt að fjöld­inn fari yfir það há­mark sem er talið að við get­um annað í skimun­um, þ.e. 2.000 ein­stak­ling­ar á dag, og þetta get­ur valdið ákveðnum vand­kvæðum.

Í ljósi þessa og einnig þeirra verðmætu upp­lýs­inga sem við höf­um fengið með skimun­inni og einnig nýrra áreiðan­legra upp­lýs­inga frá Sótt­varna­stofn­un Evr­ópu um út­breiðslu COVID-19 í ein­staka lönd­um, tel ég að það sé rétt­læt­an­legt að flýta breyt­ing­um eða nýrri áherslu í skimun­um frá því sem við töld­um, um lok mánaðar­ins, og fara í það fyrr og flýta því um eins og eina eða tvær vik­ur,“ sagði Þórólf­ur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing