Helgi Björns með tónleika heima í stofu

Tón­list­armaður­inn Helgi Björns­son og Reiðmenn vind­anna munu halda uppi stuðinu á heim­il­um Íslend­inga annað kvöld. Tón­leik­un­um verður streymt beint á mbl.is

„Við verðum aðeins að lyfta okk­ur á kreik sem þjóð, þetta er búin að vera þung vika að fara í gegn­um. Við erum þó á all­an hátt að fara eft­ir fyr­ir­mæl­um og öll vilj­um við standa okk­ar plikt í al­manna­vörn­un­um en við vilj­um líka aðeins fá að líta upp úr þessu og skemmta okk­ur aðeins og hrista okk­ur,“ seg­ir Helgi aðspurður um út­send­ing­una.

„Þetta verður bara gam­an og það geta all­ir verið með, hvar sem er á land­inu og hvernig sem staðan er. Nú syngj­um við sam­an á laug­ar­dags­kvöld öll sem eitt,“ seg­ir Helgi.

Tónleikarnir byrja kl 20:00 annað kvöld og standa í klukkustund. Sér­stak­ur gest­ur Helga verður söng­kon­an Salka Sól.

Auglýsing

læk

Instagram