Hildur tilnefnd til BAFTA verðlauna

Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld var í dag tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíu verðlauna BAFTA, fyrir tónlist sína í Jókernum. En á sunnudagskvöldið vann hún Golden Globe verðlaun fyrir tónlistina í sömu kvikmynd.

Greint var frá öllum tilnefningum til Bafta í dag. Verðlaunin verða afhent þann 2. febrúar næstkomandi í Royal Albert Hall í London.

Hildur vann einnig Emmy verðlaun fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl í september, World Soundtrack Awards í október, og var tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir sama verk í nóvember. Hún kemur einnig til greina til Óskarsins og kemur það í ljós hvort hún fái tilnefningu í næstu viku. Svo segja má að Hildur sé heldur betur að slá í gegn þessa dagana.

Auglýsing

læk

Instagram