Hiti allt að 18 stig á Suðurlandi í dag

Norðaustanátt í dag, víða 5-10 m/s en 10-15 m/s í vindstrengjum á Austfjörðum og Suðausturlandi og getur slíkur vindur tekið í ökutæki sem eru viðkvæmust fyrir vindi. Léttskýjað norðan- og vestantil á landinu, en skýjað með köflum og úrkomulítið suðaustantil. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast sunnanlands.
Þykknar upp á Norður- og Austurlandi í kvöld og kólnar heldur með dálítlli vætu þar í nótt, annars þurrt.

Fremur hæg norðlæg átt á morgun, en strekkingur austast á landinu fram á kvöld. Víða bjartviðri, en síðdegisskúrir á Suðausturlandi, og hiti 11 til 17 stig að deginum. Lítilsháttar rigning norðaustantil og svalara á þeim slóðum, hiti 5 til 10 stig. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands

Auglýsing

læk

Instagram