Auglýsing

Hjólabrettanámskeið fyrir krakka

Laugardaginn 8. ágúst 2020, hefst hjólabrettanámskeið fyrir krakka, og er verið að taka á móti skráningum núna.

,,Námskeiðin eru fyrir byrjendur og lengra komna en skipt verður í hópa eftir getu. Líkt og á fyrri námskeiðum er það Steinar Fjeldsted sem sér um kennsluna en hann hefur um þrjátíu ára reynslu af hjólabrettum, hefur tekið þátt í fjölda keppna bæði hér á landi og erlendis og verið viðloðinn brettanámskeiðum í um fimmtán ár. Honum til halds og traust verður hjólabrettakappinn Dagur Örn en hann hefur kennt á hjólabretti í nokkur ár með afar góðum árangri,” segir á vef albumm.is

Námskeiðið fer fram á úti hjólabrettasvæðinu á bakvið Fifuna í Kópavogi. Námskeiðin byrja kl 10:00 og standa til kl 11:30 og eru í fjögur skipti, fjóra laugardaga í röð (ef veður er slæmt færist skiptið yfir á næsta dag) Námskeiðið er ætlað aldrinu 5 – 13 ára (ekki fastmótað) og kostar 11.900 kr og fer skráning fram á hjolabrettaskoli@gmail.com og í síma 768-8606, nafn og kennitala barns þarf að fylgja skráningu sem og nafn og símanúmer forráðamanns. Einnig þarf að taka fram hvorn daginn er verið að skrá á.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing