Hljómsveitin Vök gefur út myndband við lagið In the Dark

Nýtt tónlistarmyndband hljómsveitarinnar Vakar við lagið In the Dark, fjallar um að verða skyndilega óstjórnlega kvíðinn á íslenska djamminu, segir Ágúst Elí Ásgeirsson leikstjóri myndbandsins sem er í teiknimyndastíl.

Lagið In the Dark er titillag nýrrar breiðskífu Vakar sem kom út fyrr á árinu. Hljómsveitina hefur lengi dreymt um að gera teiknimyndarmyndband. „Ég er mikill aðdáandi Gorillaz og mig hefur alltaf dreymt um að gera eitthvað í þeim stíl. Það var ekki fyrr en við kynntumst Ágústi Elí sem við sáum tækifæri til að láta þennan draum rætast,“ segir Margrét Rán söngkona hljómsveitarinnar.

Myndbandið byggir að mörgu leiti á myrkfælni sem Margrét þjáðist af á árum áður. „Ágúst nýtti sér það þegar hann útfærði myndmálið sem fjallar um augnablik á djamminu í Miðborg Reykjavíkur sem margir geta tengt við. Þegar kvíðinn hellist yfir mann er eina svarið að horfast í augu við óttann og um leið horfast í augu við sjálfan sig,“ segir Margrét.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið In The Dark.

Auglýsing

læk

Instagram