Auglýsing

Hollywood-leikari brotnaði niður í beinni útsendingu

Óskarsverðlaunahafinn Sean Penn brotnaði niður við tökur á viðtalsþætti Piers Morgan, sem heitir Piers Morgan Uncensored, en þar ræddi leikarinn orrustuflugmann frá Úkraínu sem lést fyrir þremur mánuðum síðan. Sean Penn, sem er þekktur fyrir að vera hörkutól og hefur leikið í kvikmyndum á borð við The Thin Red Line, Mystic River og Carlito‘s Way, var mættur í þáttinn til þess að ræða um heimildarmynd sína „Superpower“ og fjallar um stríðið í Úkraínu.

Hægt er að sjá þáttinn í kvöld á YouTube-rás Piers Morgan Uncensored með því að ýta hér.

Við gerð heimildarmyndarinnar ferðaðist Sean Penn þónokkrum sinnum til Úkraínu og hitti meðal annars forseta landsins, Volodymyr Zelensky, og gaf honum eina af Óskarsverðlaunastyttum sínum. En í ferðum sínum hitti hann einnig umræddan orrustuflugmann sem hét Andriy Pilshchikov, og urðu þeir miklir vinir. Sean Penn bauð Andriy meðal annars á sýningu kvikmyndarinnar Top Gun Maverick í Washington DC í Bandaríkjunum.

Orrustuflugmaðurinn Andriy Pilshchikov

Andriy, sem fékk viðurnefnið Juice í úkraínska hernum, lést í flugslysi í ágúst þegar hann var við æfingar. Juice var leiðtogi hóps í hernum sem kallar sig „Draugar Kyiv“ en andlát hans hefur haft mikil áhrif á Hollywood-leikarann, líkt og fram kemur í viðtalinu. Þá greindi Sean Penn einnig frá því að hann skeinir sér með klósettpappír sem er skreyttur myndum af forseta Rússlands, Vladimir Pútín.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing