today-is-a-good-day

Hótel á Suðurlandi kært vegna brots á sóttvarnalögum

Í vikuyfirliti lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að eftirlit lögreglu á hóteli á Suðurlandi hafi leitt til kæru vegna meints brots á sóttvarnarlögum.

Þar segir að gestir hótelsins hafi komið sér fyrir í sal hótelsins, að sögn með sínar eigin veitingar, og reyndist hólfun og fjöldatakmörkun á svæðinu óviðunandi.  Málið fer til ákærusviðs til afgreiðslu.

„Þetta var þannig að hótelið var búið að loka barnum og vildi meina að þetta væri þá einkasamkvæmi. En það er nú ekki svo einfalt,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi

„Það voru alltof margir í rýminu og fjarlægðarmörk ekki virt og slíkt.“

En hann telur að þarna hafi verið á milli 20 og 30 manns.

Auglýsing

læk

Instagram