Hreimur var að senda frá sér sitt fyrsta sóló lag í átta ár

Tónlistarmaðurinn Hreimur Örn Heimisson, úr hljómsveitinni Land og Synir, var að gefa út sitt fyrsta sóló lag síðan árið 2012. Lagið ber heitið Miðnætursól.

Hreimur er að leggja lokahendur á plötu sem áætlað er að komi úr síðar á árinu.

„Ég er í óða önn að klára tónleikadagsetningar fyrir þetta ár og mun kynna hana á næstu vikum.” skrifar Hreimur á Facebook síðu sína.

Hann samdi sjálfur bæði lag og texta, Vignir Snær Vigfússon tók upp og útsetti lagið, Benni Brynleifs trommaði og Hr. Jón Guðfinnson plokkar bassann.

Auglýsing

læk

Instagram