Hvítur hvítur dagur frumsýnd á Hornafirði

Auglýsing

Hvítur hvítur dagur verður frumsýnd 6.september en íbúar á Hornafirði fengu forskot á sæluna því myndin var frumsýnd þar sl. helgi.
Ástæðan á bakvið það tengist bæði myndinni og leikstjóranum Hlyni Pálmasyni sem býr á Hornafirði. Framleiðendur myndarinnar tóku upp eina senu í myndinni yfir heil tvö ár þar sem við sjáum iðnaðarhús breytast yfir í heimili með stórum framkvæmdum. Hlynur tók þetta allt upp sjálfur á 35mm filmu, bjó til fastan þrífót með steypuklump og stáli, og tók upp í öllu mögulegu veðri.
Bæjarfélagið á Höfn lánaði framleiðendum húsið og að lokum gerði leigusamning við hann svo leikstjórinn býr í aðalhúsi myndarinnar núna ásamt fjölskyldu sinni og er þar með vinnuaðstöðu. Samstarfið við bæjaryfirvöld hefur verið ótrúlega gott og náði það hámarki sl. helgi þegar bærinn fjölmennti í bíó. Viðtökur bæjarbúa voru stórkostlegar þ.s fólk á öllum aldri á öllum stigum samfélagsins á Hornafirði nutu myndarinnar.
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram