Innblástur frá gömlum námulömpum

Nýjasti lampinn frá danska hönnunarfyrirtækinu Menu er Ray-borðlampinn. Um þráðlausan led-lampa er að ræða. Hönnuðurinn er hinn breski Daniel Schofield en afi hans, Raymond, starfaði sem námumaður í Norður-Englandi og mun hafa notast við samskonar lampa í starfi sínu. Ray er vísun í nafn afa hans en þetta er einnig skemmtilegur leikur að orðum þar sem „ray“ á ensku er þýtt sem „geisli“ eða „ljósgeisli“ á íslensku og er því viðeigandi nafn á lampa.

Lampinn er handhægur, rúm 80 grömm, úr duftlökkuðu áli. Hann hefur þrjár mismunandi stillingar þannig að hægt er að stýra ljósmagninu á auðveldan hátt. Ray-lampinn er fáanlegur í tveimur litum.

Lampinn er 23,5 cm á hæð og vatnsheldur, hann hentar því vel utandyra en hann er að sjálfsögðu fallegur innandyra líka.

Þessa grein og fleiri má finna á vef Birtings.

Auglýsing

læk

Instagram