Íslensk erfðagreining sinnir skimunum áfram

Í síðustu viku tilkynnti Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að frá og með 13.júlí myndi fyrirtækið hætta öllum skimunum fyrir Covid-19.

Landspítalinn átti að taka við öllum skimunum á morgun og hefur unnið hörðum höndum að því að  auka afköst sín við greiningar, undanfarna daga. Maríanna Garðarsdóttir, forstöðumaður rannsóknarþjónustu spítalans, segir í samtali við RÚV að Landspítalanum hafi ekki tekist að koma upp búnaði og tækjum innan þessa sjö daga fyrirvara sem Kári hafði gefið stjórnvöldum til að taka við af fyrirtækinu.

Íslensk erfðagreining mun því halda áfram greiningum þar til Landspítalanum tekst að auka afköst sín eða í það minnsta í viku í viðbót.

Auglýsing

læk

Instagram