Auglýsing

Íslenskar raunveruleikastjörnur kostuðu flugfélagið Play tugi þúsunda

Raunveruleikastjörnurnar Patrekur Jaime, Bassi Maraj, Binni Glee og tvíburarnir Gunnar Skírnir og Sæmundur Brynjólfssynir kostuðu flugfélagið Play tugi þúsunda eftir að aðrir farþegar kvörtuðu undan ölvunarástandi þeirra í flugi félagsins frá Alicante til Íslands í fyrra.

DV greinir frá þessu í dag og segir að fljótlega eftir að farþegarnir komu um borð, og áður en drykkjarvagninn fór um vélina, sóttu drengirnir sem fara með aðalhlutverk í þáttunum Æði, meira áfengi að sögn heimildarmanns DV. Þá eru þeir sagðir hjafa látið mjög illa um borð – allir fyrir utan Binna Glee sem sagður er hafa setið aftast og ekki með hópnum.

Rifust og grétu um borð

„Á einhverjum tímapunkti hafi þeir verið farnir að rífast og gráta. Samkvæmt heimildum DV kvörtuðu nokkrir farþegar, sem vitað er um, í flugfélagið vegna hegðunar þeirra Patreks, Bassa, Sæmundar og Gunnars og fengu þeir farþegar strax gjafabréf upp á tugi þúsunda,“ segir í umfjöllun DV en þeir hafi verið á leið heim frá Alicante eftir að hafa tekið upp hluta af fimmtu þáttaröð raunveruleikaþáttanna Æði.

Fyrsti þátturinn í umræddri seríu fór í loftið á Stöð 2 fyrir viku síðan og kemur fram í umfjöllun miðilsins að sjá megi eitthvað frá þessu ferðalagi í þættinum en ekki umræddri flugferð þar sem tökumenn voru með í fluginu út en ekki heim.

DV hafði samband við upplýsingafulltrúa Play sem sagðist ekki tjá sig um mál einstakra farþega. Þá náði DV ekki sambandi við Æði-drengina vegna málsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing