Íslensku hljóðbókaverðlaunin fara fram í fyrsta sinn á föstudaginn

Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, fara fram í fyrsta sinn í Hörpu næstkomandi föstudagskvöld 22. maí.

Tuttugu bækur eru tilnefndar í fjórum flokkum en þeir eru almennar bækur, barna- og ungmennabækur, glæpasögur og skáldsögur.

„Við ræddum það í okkar hópi að fella jafnvel viðburðinn niður í ljósi aðstæðna. En eftir því sem sólin hækkaði og smitum fækkaði þótti okkur rétt að setja punktinn við frábært hljóðbókaár 2019 hér og horfa fram á veginn. Okkur þótti ekki síður mikilvægt að leggja okkar af mörkum og styðja starfsstéttir sem hafa orðið fyrir nánast algjöru tekjufalli í tvo mánuði. Við vinnum til að mynda mikið með leikurum og sviðslistafólki og vildum sýna því og öðrum sem koma að viðburðahaldi stuðning í verki,“ segir Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi, í samtali við Vísi

Hægt verður að fylgjast með afhendingunni í beinni útsendingu á Vísir.is kl.20:00.

Eftirfarandi rithöfundar, þýðendur og lesarar hljóta tilnefningu fyrir verk sín til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards:

Barna- og ungmennabækur

·Nýr heimur – ævintýri Esju í borginni eftir Sverri Björnsson í lestri Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur

·Vetrargestir eftir Tómas Zoëga í lestri Sölku Sólar Eyfeld

·(lang) Elstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur í lestri Sigríðar Lárettu Jónsdóttur

·Litlu álfarnir og flóðið mikla eftir Tove Jansson, í þýðingu Þórdísar Gísladóttur og lestri Friðriks Erlingssonar

·Harry Potter og blendingsprinsinn eftir J.K. Rowling, í þýðingu Helgu Haraldsdóttur og lestri Jóhanns Sigurðarsonar

Glæpasögur

·Brúðan eftir Yrsu Sigurðardóttur í lestri Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar

·Marrið í stiganum eftir Evu Björg Ægisdóttur í lestri Írisar Tönju Flygenring

·Gullbúrið eftir Camillu Läckberg, í þýðingu Sigurðar Salvarssonar og lestri Þórunnar Ernu Clausen

·Búriðeftir Lilju Sigurðardóttur í lestri Elínar Gunnarsdóttur

·Þorpið eftir Ragnar Jónasson í lestri Írisar Tönju Flygenring

Skáldsögur

·Kópavogskrónika eftir Kamillu Einarsdóttur í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur

·Svikarinn eftir Lilju Magnúsdóttur í lestri Þórunnar Ernu Clausen

·Gríma eftir Benný Sif Ísleifsdóttur í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur

·Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur í lestri höfundar

·Fjöllin eftir Söndru B. Clausen í lestri Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur

Almennar bækur

·Vertu úlfur: wargus esto eftir Héðinn Unnsteinsson í lestri Hjálmars Hjálmarssonar

·Á eigin skinni eftir Sölva Tryggvason í lestri höfundar

·Ég gefst aldrei upp eftir Borghildi Guðmundsdóttur í lestri Lilju Katrínar Gunnarsdóttur

·Geðveikt með köflum eftir Sigurstein Másson í lestri höfundar

·Hornauga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur í lestri höfundar og Þórunnar Hjartardóttur

 

Auglýsing

læk

Instagram