Jimmy Carr í Háskólabíói

Jimmy Carr þarf varla að kynna en hann er einn vinsælasti grínisti heims og færri komast að en vilja í hvert skipti sem hann kemur til Íslands. Jimmy er þekktur fyrir sótsvartan húmor, vafasaman hlátur og það sem má kalla „sérstök“ samskipti við áhorfendur.

Jimmy kemur nú til Íslands með splunkunýja sýningu; ,,Terribly Funny“. Hún inniheldur brandara um allskonar hræðilega hluti. Hræðilega hluti sem hafa örugglega haft áhrif á þig og á fólk sem þú þekkir og elskar. Þetta eru samt sem áður bara brandarar – brandararnir eru ekki hræðilegu hlutirnir. Að vera með pólítíska réttsýni í uppistandi er eins og að hafa heilsu og öryggi í ródeói.

Hér má finna nánari upplýsingar um viðburðinn.

Miðasala hefst á föstudaginn kl. 10 á: https://senalive.is/vidburdir/jimmy/

Póstlistaforsala hefst á fimmtudaginn kl.10: ww.sena.is/postlistar

Miðaverð er 9.990 kr. og einungis er selt í númeruð sæti.

Auglýsing

læk

Instagram