Jólagestir Björgvins 2020 – Svona fer miðasalan fram!

Nú liggur fyrir hvernig miðasala fer fram á Jólagesti Björgvins 2020, en tónleikarnir fara fram eins og alvitað er, heima í stofu hjá þér, 19. desember, í beinni úr Borgarleikhúsinu.

Öll miðasala fer fram á Tix.is og kaupendur velja milli þriggja miðategunda, eftir því hvar þeir vilja horfa á tónleikana. Í boði er að horfa í myndlyklum Símans og Vodafone eða á streymi á Jólagestir.is.

Kaupendur eru í raun og veru að kaupa kóða og hver kóði gildir eingöngu fyrir eitt kerfi, af þeim þremur sem eru í boði:

  • Kóði sem virkjar streymi á jolagestir.is
  • Kóði sem virkjar efnið í myndlykli Símans
  • Kóði sem virkjar efnið í myndlyklum Vodafone

Athugið að streymiskóði virkar eingöngu fyrir streymi, Síma kóði virkar eingöngu í lyklum Símans og Vodafone kóði virkar eingöngu í lyklum Vodafone. Hver kóði virkar bara í einu kerfi en ekki í hinum tveimur.

„Þegar miðasala hefst, stofnast sér sjónvarpsstöð undir nafninu „Jólagestir Björgvins 2020“ í myndlyklum Símans og Vodafone, og einnig á jolagestir.is. Hún er læst en kaupandi getur opnað hana strax með því að slá inn kóðann sinn. Þannig geta kaupendur tryggt samstundis að allt sé að virka og haft við okkur samband ef það eru einhver vandamál. Stöðin sýnir eldra efni og kynningarefni fram að tónleikum, svo hægt sé að prufa hana og sjá að hún virki, en tónleikarnir sjálfir hefjast svo í beinni 19. desember kl. 20,“ segir í tilkynningu.

„Á allra næstu dögum tilkynnum við hvenær miðasala hefst og staðfestum miðaverðið. Og þá verða nákvæmar leiðbeiningar tilbúnar um það hvernig virkja skal kóðana o.s.frv. Við verðum einnig að sjálfsögðu til staðar til að svara öllum spurningum og aðstoða fólk.“

„Við viljum að lokum þakka fyrir hreint ótrúlegar viðtökur við tilkynningu okkar um að Jólagestir Björgvins fara fram í ár í í þessu formi. Við höfum fengið ógrynni af skilaboðum frá Íslendingum um land allt og heim allan sem hlakka til að mæta í stærsta jólaviðburð landsins, kannski frá upphafi! Og við verðum var við mikið hrós úr öllum áttum fyrir þetta framtak og erum einstaklega þakklát fyrir það. Við hlökkum til að koma með jólin heim til ykkar 19. desember!“

Auglýsing

læk

Instagram