Jólagestir Björgvins eru á morgun!

Forsöluverði á streymið á Jólagesti Björvins lýkur í dag kl. 18

Hér er góðfúsleg áminning að forsöluverði á streymið lýkur í dag, föstudag, kl. 18. Nældu þér í streymismiða á försluverði áður en það hækkar um 1.000 kr. Svo hvetjum við alla til að virkja streymið núna strax þannig þannig að ekkert þurfi að aðhafasta á tónleikadag. Við aðstoðum þig með hraði ef eitthvað kemur upp á og erum með greinagóðar leiðbeiningar á heimasíðu Jólagesta um allt varðandi streymið.
Svona virkar streymið
Sóttvarnir og fyrirkomulag á deginum:
„Við höfum unnið hörðum höndum við að gera allt tónleikasvæðið öruggt og einfalt fyrir tónleikagesti. Nú er búið að setja allar upplýsingar um aðkoma og og skipulag á tónleikadadeginum á heimasíðuna okkar, “ segir í tilkynningu.

 Hér eru mikilvægustu punktarnir:

– Farðu í hraðpróf mest 48 tímum fyrir tónleika; bókaðu núna því tímar í hraðpróf eru að fyllast.
– Hafðu vottorð úr hraðprófi tilbúið til innskönnunar þegar þú gengur inn í gegnum inngang að Gömlu-Höllinni. (Þaðan ferðu svo yfir í Nýju-Höllina þar sem tónleikarnir fara fram.)
– Tónleikarnir eru 2 tímar og ekkert hlé er á sýningunni.
– Heimilt er að selja veitingar á meðan tónleikum stendur en reynum að takmarka rápið á meðan tónleikum stendur. Áfengi er ekki selt eftir að tónleikar hefjast.

Auglýsing

læk

Instagram