JÓNSI gefur út lagið „CANNIBAL“ ásamt ELIZABETH FRASER

Auglýsing

Jónsi gefur út lagið „Cannibal“ í dag en tónlistarkonan Elizabeth Fraser úr hljómsveitinni Cocteau Twins syngur með honum í laginu. „Cannibal“ er þriðja smáskífan sem kemur út af tilvonandi plötu hans Shiver. Breiðskífan kemur út 2.október á vegum Krunk útgáfunnar en lögin „Swill“ og „Exhale“ hafa nú þegar komið út við frábærar undirtektir. Shiver er upptökustýrt af Jónsa og A.G. Cook, stofnanda PC Music.

Myndbandið við „Cannibal“ er samstarfsverkefni Jónsa og Giovanni Ribisi, en sá síðarnefndi hafði áður leikstýrt „Exhale“. Líkt og í því verki þá er einn dansari í forgrunni allan tímann. Söngur Jónsa í laginu er sérstaklega einlægur og passar vel saman við rödd hinnar goðsagnakenndu Elizabeth Fraser. 

„Þegar Sigur Rós var að byrja þá var alltaf verið að bera okkur okkur saman við Cocteau Twins og það fór í taugarnar á mér. Ég vildi ekki að það væri verið að bera okkur saman við neinn, segir Jónsi. Síðan fyrir nokkrum árum byrjaði ég að hlusta mikið á þau og fannst þau frábær. Þá skildi ég samanburðinn.“

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram