Júlíana Sara Gunnarsdóttir í Burning Questions:„Stökk úr leigubíl á ferð“

Auglýsing

Leikkonan Júlíana Sara er nýjasti gestur Egils Ploders í Burning Questions Áttan Miðlar.

Aðspurð að því hvað væri það óþægilegasta sem hún hefur lent í á leiklistarferlinum, segir hún:

„Ætli það sé ekki þegar ég var að byrja og var að taka að mér alls konar gigg að vera svona leyniþjónn“

„Þú kemur inn í veislu og fólk heldur að þú sért þjónn en þú ert í raun að skemmta, þú ert að gera þig að fífli og gera alls konar heimskulegt. Það er svo óþægilegt. Því það veit enginn hver þú ert og allir halda að þú sért bara þjónn en þú ert bara gera þig að fífli, í sleik við næsta mann og uppi á borði og eitthvað. Þetta er bara til. Þú gerir þig að eins miklu fífli og þú getur og fólk hefur gaman af þér en samt ekki í of miklu magni. Og svo í endann er það tilkynnt að þú hafir verið að leika. En þetta er það óþægilegasta sem ég hef gert, enda gerði ég þetta bara einu sinni,“ segir Júlíana.

Auglýsing

Júlíana það rifjar einnig upp þegar hún stökk úr leigubíl á ferð.

Sjáðu þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram