Auglýsing

Kemur til greina að herða aðgerðir og samkomutakmarkanir á nýjan leik

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að seinni bylgja kórónuveiru faraldursins sé nú væntanleg og að veiran sé að ná sér hratt á strik aftur. Að hans sögn munu almannavarnir ekki hika við að grípa til aðgerða til þess að hefta frekari útbreiðslu. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins

„Já, ég hef áhyggjur og við öll. Það er raunveruleg hætta á að úti séu samfélagsleg smit sem náum ekki utan um. Því fleiri sem koma saman því hraðari getur útbreiðslan orðið. Smitrakningin og sóttkvíin verða þá sömuleiðis enn umfangsmeiri,“ segir Víðir í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Frá því að landamæri voru opnuð þann 15. júní síðastliðinn hafa fimm innanlandssmit greinst.

„Það sýndi sig að það að taka málin föstum tökum virkar og við munum ekki hika við að herða aðgerðir og samkomutakmarkanir á ný,“ segir Víðir Reynisson.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing