Boðað hefur verið til upplýsingafundar á morgun

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar á morgun klukkan 11:00.

Á fundinum verður farið yfir stöðu mála Covid-19 faraldursins hér á landi.

Á fundinum verða þau Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, læknir og verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis, og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala. Munu þau leggja áherslu á bólusetningu barna og stöðu Landspítalans.

Auglýsing

læk

Instagram