Keppendur fá 48 klukkustundir til að fullklára gamanmynd

Gamanmyndahátíð Flateyrar setur af stað keppni þar sem keppendur fá 48 klukkustundir til að fullklára gamanmynd. Þetta kemur fram á vef Rúv

Reglurnar eru þær að hægt er að skrá sig til leiks nú þegar og byrja má á myndinni 27. mars og fá keppendur þá ákveðið þema í hendurnar. Fjörutíu og átta klukkustundum síðar þarf að vera búið að skila inn fullkláraðri stuttmynd. Bestu myndirnar fara áfram í netkosningu á ruv.is um fyndnustu myndina og sigurvegarinn fær glæsilega Canon myndavél að launum. Keppnin er haldin í samstarfi við Reykjavík Foto.

„Við vorum eins og svo margir að spá í því hvað við gætum gert til að létta andrúmsloftið í samfélaginu á þessum erfiðum tímum og þá kom upp sú hugmynd að setja á laggirnar gamanmyndakeppni. Hugmyndin með keppninni er bæði að gefa fólki frelsi til að skapa skemmtilegt gamanefni og um leið þá fá allir landsmenn fleiri gamanmyndir til að horfa á og stytta sér stundirnar með, enda mikil þörf á upplífgandi afþreyingarefni á þessum tímum,“ segir Eyþór Jóvinsson, framkvæmdarstjóri Gamanmyndahátíðar Flateyrar.

Skráning í keppnina fer fram á heimasíðu Gamanmyndahátíðar Flateyrar. 

Hér má sjá sigurvegara síðasta árs, myndina Ballarhaf, en þemað í fyrra var Fiskur.

 

Auglýsing

læk

Instagram