Klara úr NYLON gefur út sitt fyrsta sólólag

Tónlistarkonan Klara er líklega þekktust hér á landi fyrir að hafa verið meðlimur í hljómsveitinni NYLON. Síðustu ár hefur hún búið og starfað í Bandaríkjunum og setið við lagasmíðar.

Hún gaf í dag út sitt fyrsta sólólag og mun plata líta dagsins ljós á næstu mánuðum.

„Lagið samdi ég ásamt Ölmu Guðmundsdóttur og James “Gladius” Wong. Hann sá einnig um að útsetja. Lagið er mér mjög dýrmætt því að það fjallar um flókið samband sem ég kannski áttaði mig ekki á hvað var að hafa slæm áhrif á mig fyrr en þetta lag kom saman. Ég endaði með að gera heila plötu um þetta misheppnaða samband svo það kom eitthvað gott úr því allavega,“ segir Klara í samtali við Vísi

Myndbandið við lagið var tekið upp í Bandaríkjunum og verður það frumsýnt í kvöld.

Auglýsing

læk

Instagram