today-is-a-good-day

KORTER Í SJÖ – Spurt og svarað sýning!

Spurt og svarað sýning á heimildarmyndinni „Korter yfir sjö“ verður laugardaginn nk 23. október, sal 1 í Bíó Paradís kl 15.00.
Spurt og svarað hefst að lokinni sýningu um k.. 16.30. Gestir á sýningunni verða Sigurður Pétursson sagnfræðingur, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Gunnar Smári Egilsson.
„Korter yfir sjö“ er nú á 5 sýningarviku í Bíó Paradís. Myndin segir frá einu harðvítugasta verkfalli sem háð hefur verið á Íslandi og sem hafði víðtæk áhrif á íslenskt samfélag fram eftir 20. öldinni. Myndin rekur atburði í aðdraganda þess, upprisu verkalýðs, og vaxandi og litríku menningar- og mannlífi borgarinnar sem einkenndist af innflutningi á áður óséðum munaði en einnig af braggahverfum og mikili fátækt.
Verkalýðsfélögin lögðu áherslu á félagsleg réttindi en pólitískir straumar réðust oft af kalda stríðinu. Reykjavík var sett í herkví, hafnir lokaðar og vegatálmanir settir upp við alla vegi til borgarinnar. Oft var hart tekist á, bæði á götum úti og í fjölmiðlum og varð borgin mjólkurlaus, kaffilaus og bensínlaus í nærri sex vikur. Verkfallsverðir tóku olíuskip í gíslingu til að stöðva dælingu í Keflavík, á Faxaflóa og í Hvalfirði og líkkistur meðal annars notaðar undir smygl á vörum til borgarinnar. Smygl var daglegt brauð en mörg heimili þó nánast matarlaus áður en yfir lauk.
Facebook viðburður hér: 

https://www.facebook.com/events/571381910582439/

Auglýsing

læk

Instagram