Kosningafundur SI með forystufólki flokkanna

Samtök iðnaðarins vilja leggja sitt af mörkum til uppbyggilegrar umræðu í aðdraganda kosninga og vekja athygli á þeim málefnum sem brýnust eru fyrir samkeppnishæfni Íslands. Samtökin efna því til samtals við forystufólk stjórnmálaflokkanna á opnum fundi á morgun miðvikudaginn 8. september í Norðurljósum í Hörpu kl. 13.00-15.00. Fjölmiðlar eru velkomnir á fundinn.

Í upphafi nýs kjörtímabils verða teknar ákvarðanir sem ráða miklu um efnahagslega framtíð Íslands. Miklu máli skiptir að ákvarðanir nýrra stjórnvalda leiði til umbóta á Íslandi, bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Samtök iðnaðarins hafa lagt fram 33 tillögur til umbóta (Idnthing-2021_skyrsla1.pdf (si.is)) og verða þær til umræðu auk þess sem kastljósinu verður beint að þeim tækifærum sem grípa þarf til að auka útflutningstekjur þjóðarbúsins.

Dagskrá fundarins:

Ávarp – Árni Sigurjónsson, formaður SI

Samtal við forystufólk flokkanna – Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, stýrir umræðum með þátttöku eftirtaldra:

Flokkur fólksins – Inga Sæland

Framsóknarflokkur – Willum Þór Þórsson

Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Píratar – Björn Leví Gunnarsson

Samfylking – Kristrún Frostadóttir

Sjálfstæðisflokkur – Bjarni Benediktsson

Sósíalistaflokkurinn – Gunnar Smári Egilsson

VG – Katrín Jakobsdóttir

Viðreisn – Daði Már Kristófersson

Fundurinn er sendur út beint: https://vimeo.com/event/1255125

Kosningafundur SI from Harpa Reykjavik on Vimeo.

Auglýsing

læk

Instagram