Leikfangabyssu veifað út um glugga á bíl

Auglýsing

Lögreglunni barst í gærkvöldi tilkynning um mann sem beindi byssu út um glugga á bíl bifreiðar sem hann var farþegi í. Var það lögreglumaður, sem var ekki á vakt, sem sá atvikið og tilkynnti til lögreglu rétt fyrir kl 22 í gærkvöldi.

Við athugun reyndust þetta vera 17 og 18 ára ungir menn sem höfðu verið að leika sér með leikfangabyssu. Höfðu þeir leikið sér að því að beina byssunni að samsíða umferð og vakið þannig mikla athygli fólks.

Mennirnir voru færðir á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af þeim og byssan haldlögð.

Þetta kom fram á vef Mbl.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram